Fundur Vinstri grænna í Kópavogi

Fundur Vinstri grænna í Kópavogi

Kaupa Í körfu

STJÓRNARLIÐAR búa sig undir ögurstundu um Icesave-samninginn, sem hefur að mati viðmælenda blaðsins lítið sem ekkert þokast áfram síðustu þrjár vikur. Mikill þrýstingur er á þingmenn að fara að ljúka málinu og vilja sumir samfylkingarmenn að málið verði sem fyrst tekið til afgreiðslu og látið reyna á hvort það standi eða falli í atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telja menn Icesave-málið vera prófstein á áframhaldandi samstarf Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. MYNDATEXTI Heitt í kolunum Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson á félagsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar