Flugmódel í Mosfellsbæ

Flugmódel í Mosfellsbæ

Kaupa Í körfu

LÍTA mátti á þriðja tug glæsilegra flugmódela á samkomu á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær. Vænghaf stærsta módelsins er vel á fjórða metra, vænghaf minnstu tvíþekjunnar 1,60 m. Þarna gat að líta vélar úr báðum heimsstyrjöldunum, en einnig vélar sem notaðar eru í borgaralegu flugi. Vetrarvinnan okkar er að smíða og á sumrin er stórkostlegt að horfa á gripina fljúga, sagði Einar Páll Einarsson, flugáhugamaður í gærmorgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar