Svandís og fjölskylda á Bakkatjörn

Svandís og fjölskylda á Bakkatjörn

Kaupa Í körfu

ÁLFTIN Svandís komst fljótlega að því að hvergi er betra að vera en á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Þar hefur hún búið sér og sínum öruggt skjól í einn og hálfan áratug og ljóst er að ungar hennar frá því í vor hafa dafnað vel í sumar. Álftir koma yfirleitt til landsins í lok apríl, en Svandís, maki hennar og afkomendur eru hér allt árið um kring. Hún hefur þurft að berjast fyrir sínu og sínum og er skemmst að minnast þess að mávar rændu frá henni eggjum í fyrra en hún lét þá ekki stöðva sig, gaf þeim langt nef og kom upp tveimur ungum af miklu harðfylgi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar