Fram - FIQAS Aalsmeer

Fram - FIQAS Aalsmeer

Kaupa Í körfu

„ÉG er dapur. Við lékum illa og þess vegna er ég dapur,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik, eftir að lið hans hafði gert jafntefli, 30:30, við hollenska liðið FIQAS Aalsmeer í síðari leik liðanna í EHF-bikarnum í handknattleik á laugardaginn, Framdaginn. Framarar eru þar með komnir í aðra umferð því þeir unnu 30:23 er liðin mættust í Hollandi og því samanlagt 60:53, Næsti mótherji Fram verður Tatran Preson frá Slóveníu og ljóst að Framarar verða að leika mun betur ætli þeir sér að komast áfram eftir aðra umferð keppninnar. MYNDATEXTI Magnús Stefánsson sendir boltann í mark hollenska liðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar