Malbikun á Miklubraut

Malbikun á Miklubraut

Kaupa Í körfu

Skipt um malbikslag á hlutum stofnbrauta í höfuðborginni HAUSTBLÍÐAN lék við malbikunarmenn í höfuðborginni í gær. Þar var m.a. unnið við malbikun stofnbrauta eins og á hluta Sæbrautar og á hluta Miklubrautar. Stórvirkar vinnuvélar byrjuðu að fræsa upp Sæbraut milli Skeiðarvogs og Reykjanesbrautar fyrir birtingu í gærmorgun. Svo komu tröllsleg tæki og fylltu í sárið með nýju malbiki. Sömu sögu var að segja af Miklubrautinni þar sem malbiksslitlög voru endurnýjuð. Malbikunarvélin mjakaðist þar áfram undir dyn gasloganna sem héldu bikinu rjúkandi heitu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar