Fundur VG

Fundur VG

Kaupa Í körfu

Mikill óróleiki hefur verið hjá Vinstri grænum frá því að Ögmundur Jónasson fór úr ríkisstjórn, ófús að eigin sögn. Formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, gerði illt miklu verra með tvennum hætti. Hann túlkaði brottför Ögmundar sem gunguskap en ekki málefnanlegan ágreining um Icesave-málið. Ögmundur hefði ekki haft burði til að laga rekstur og útgjöld síns ráðuneytis að fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi og þess vegna hefði hann hrokkið fyrir borð. Í annan stað sagðist Steingrímur á þingflokksfundi hafa fengið ótvíræða heimild þingflokksins til að ganga frá Icesave-málinu á fundum í Istanbúl fengi hann að eigin mati niðurstöðu sem væri nógu hagfelld fyrir þjóðina MYNDATEXTI Mikil spenna ríkti fyrir þingflokksfund VG eftir ferð formannsins til Istanbúl. Síðar kom í ljós að ekki hafði þótt ástæða til að spilla þægilegu kaffiboði með umræðum um Icesave.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar