Lennon tónleikar í Listasafni Reykjavíkur

Lennon tónleikar í Listasafni Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

ALL we are saying, is give peace a chance,“ sungu Yoko Ono, sonur hennar Sean og fjölmennur hópur íslenskra söngvara fyrir fullu Hafnarhúsi í fyrrakvöld, á tónleikum sem haldnir voru til heiðurs Bítlinum John Lennon sem átti afmæli í gær, 9. október. Fyrr um kvöldið var kveikt á Friðarsúlunni úti í Viðey, Imagine Peace Tower, í vonskuveðri og kann það að vera táknrænt fyrir þá friðarbaráttu sem Ono og Lennon háðu á sínum tíma og Ono enn; að sama hversu slæmt útlitið er þá lifir vonin og bænin fyrir friði líkt og ljós í myrkrinu. Tónleikagestir tóku að sjálfsögðu undir, friðarmerkjum var haldið á lofti og litlum vasaljósum frá Ono var beitt sem agnarsmáum friðarsúlum. |

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar