Sif Traustadóttir

Sif Traustadóttir

Kaupa Í körfu

Það er eðlileg hegðun fyrir ketti að brýna klærnar. Þeir teygja sig í leiðinni og klóra oftast upp fyrir sig, en stundum líka í lárétta fleti. Tilgangurinn er ekki eingöngu að slípa klærnar, heldur eru þeir líka að merkja sér svæði. Sérstakir kirtlar í húðinni við þófana gefa frá sér lyktarefni, svokölluð ferómón eða lyktarhormón. Efni þessi eru líka framleidd í kirtlum í kinnum og eru ástæða þess að kettir vilja gjarnan nudda andlitinu og höfðinu upp við eigandann og húsgögn á heimilinu. Ef þú fylgist grannt með kisunni þinni getur þú séð hvernig hún fer um heimilið og merkir markvisst ákveðna staði, það eru gjarnan horn á húsgögnum sem standa fram í rýmið eða afmarka það.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar