Haukar - FH

Haukar - FH

Kaupa Í körfu

Haukar sitja einir taplausir á toppi N1-deildarinnar í handknattleik eftir að hafa lagt granna sína úr FH, 29:26, á heimavelli í gær. „Tapið er sárt því þetta snýst um svo margt annað en handknattleik,“ sagði vonsvikinn þjálfari FH, Einar Andri Einarsson, við Morgunblaðið í leikslok og mælti hann örugglega fyrir munn stuðningsmanna FH sem voru fjölmennir á leiknum. FH lék betur í fyrri hálfleik og var með forskot að honum loknum, 14:11. MYNDATEXTI Björgvin Hólmgeirsson sækir að vörn FH-inga en Björgvin átti góðan leik og skoraði átta mörk fyrir meistarana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar