Haukar - FH

Haukar - FH

Kaupa Í körfu

EFTIR að hafa náð fjögurra marka forskoti snemma í síðari hálfleik fengum við okkur þrjú hraðaupphlaup í röð. Forskot okkar fór niður í eitt mark og við það var eins menn ætluðu að bjarga málum einir síns liðs en ekki sem liðsheild,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir tapið fyrir Haukum í gær, 29:26. „Það gengur hreinlega ekki. Haukarnir voru bara því miður betri en við að þessu sinni. Þótt við værum með forskot í fyrri hálfleik var ég aldrei rólegur yfir stöðunni. Ég fann óþægilega mikið fyrir Haukunum, þeir voru alltaf á hælunum á okkur. Við lékum bara alls ekki nógu vel að þessu sinni til þess að geta unnið. Við töpuðum alltof oft boltanum, ætli að það hafi ekki gerst nærri 20 sinnum í leiknum. Við verðum að skoða hvað veldur,“ sagði Einar Andri. MYNDATEXTI Einar Andri Einarsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar