Tilnefndir rithöfundar

Tilnefndir rithöfundar

Kaupa Í körfu

Tilnefningar til þrennra bókmenntaverðlauna kunngjörðar í gær, tvennra íslenskra og einna norrænna.... Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar í Listasafni Íslands. Í flokki fræðirita og rita almenns efnis voru eftirtaldar fimm tilnefningar: * Helgi Björnsson: Jöklar á Íslandi, í útgáfu Opnu. *Kristín G. Guðnadóttir: Svavar Guðnason, í útgáfu Veraldar. *Árni Heimir Ingólfsson: Jón Leifs – líf í tónum, Mál og menning gefur út. *Jón Karl Helgason: Mynd af Ragnari í Smára, Bjartur gefur út. *Þórdís Elva Þorvaldsdóttir: Á mannamáli. Ofbeldi á Íslandi, JPV gefur hana út. Fimm bækur voru einnig tilnefndar í flokki fagurbókmennta. Þær eru: *Böðvar Guðmundsson: Enn er morgunn, sem Uppheimar gefa út. *Guðmundur Óskarsson: Bankster, Ormstunga gefur út. *Gyrðir Elíasson: Milli trjánna, Uppheimar gefa hana út. *Steinunn Sigurðardóttir: Góði elskhuginn, í útgáfu Bjarts. *Vilborg Davíðsdóttir: Auður, Mál og menning gefur út. Það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem veitir Íslensku bókmenntaverðlaunin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar