Bjartasta stjarnan í Korpuskóla

Bjartasta stjarnan í Korpuskóla

Kaupa Í körfu

NEMENDUR Korpuskóla í Reykjavík sýndu helgileikinn Bjartasta stjarnan í gær. Þetta er fjörugur söngleikur sem fjallar um boðskap jólanna í skammdeginu og hvernig það góða sigraði það vonda nóttina helgu þegar Jesú var í heiminn borinn. Söngleikurinn er nú sýndur í 8. sinn undir styrkri stjórn Svans Bjarka Úlfarssonar tónmenntakennara. Allir nemendur 1., 6., og 7., bekkjar taka þátt með leik, söng og tónlist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar