Íslandsmótið í Badminton

Íslandsmótið í Badminton

Kaupa Í körfu

ÁHUGAFÓLK um badminton beið með nokkurri eftirvæntingu eftir úrslitaleiknum í einliðaleiknum í kvennaflokki. Ragna Ingólfsdóttir sneri þá aftur eftir krossbandsslit sem aftraði henni frá þátttöku í mótinu í fyrra. Fram að því hafði Ragna unnið einliðaleikinn sex ár í röð. Tinna Helgadóttir sætti færis í fyrra og sigraði þá í einliðaleik og varð raunar þrefaldur meistari. Tinna æfir og spilar í háum gæðaflokki í Danmörku og töldu margir að hún myndi veita Rögnu harða keppni að þessu sinni. Sú varð ekki raunin því Ragna sigraði mjög örugglega, 2:0. Fyrri lotan var jafnari, 21:16, en Ragna tók öll völd á vellinum í þeirri seinni og sigraði, 21:3.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar