Svandís lögst á hreiðrið

Svandís lögst á hreiðrið

Kaupa Í körfu

Álftin Svandís er lögst á hreiður sitt í hólmanum í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, óvenjusnemma. Talið er að sama álftaparið hafi verpt þar síðan fljótlega eftir að hólmi var gerður í tjörnina og oftast komið upp ungum. Eggjatími álfta hér á landi er talinn vera maí, júní og eitthvað fram í júlí og ungatíminn frá byrjun júní. Álftin Svandís hefur alltaf verið fyrr á ferðinni. Ómar Óskarsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, hefur tekið myndir af ungum hennar á bilinu 16. til 21. maí undanfarin sex ár. Áætlað er að það taki eggin um fimm vikur að klekjast þannig að ungarnir verða með fyrra fallinu í ár, ef að líkum lætur, ef til vill 10. til 12. maí.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar