Trylltir tindátabardagar í Rimaskóla

Trylltir tindátabardagar í Rimaskóla

Kaupa Í körfu

ÆVINTÝRASPILAMÓT fór fram í Rimaskóla um helgina. Það var verslunin Nexus sem stóð fyrir spilamótinu sem nefnt var fenr.is. Þar var kynning og kennsla á öllum helstu spilategundum sem seldar eru í Nexus en það eru borðspil, Warhammer, hlutverkaspil og safnkortaspil. Einnig voru skipulögð mót og keppnir í mörgum spilum, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, þar á meðal Íslandsmeistaramót í borðspilinu Catan: Landnemarnir. Þátttakendur á mótinu voru frá tíu ára aldri og upp úr. Í flestum flokkum spila Nexus er mikið aldursbil iðkenda og iðulega eru mismunandi kynslóðir að spila saman eða bara að mála Warhammer-tindáta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar