Stóri bardagi

Stóri bardagi

Kaupa Í körfu

»Þetta gekk mjög vel hjá okkur, við spiluðum allan laugardaginn fram á nótt og á sunnudeginum til klukkan sex,« segir Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus, um stórt spilamót sem verslunin stóð fyrir um helgina í Rimaskóla. »Það voru rétt rúmlega 100 þátttakendur hvorn daginn. Stærsti einstaki viðburðurinn var Íslandsmeistaramótið í Catan: Landnemarnir, þar tóku rúmlega 20 þátt,« segir Gísli. Einnig var svokallaður Stóri bardagi háður í Warhammer. »Sá bardagi tók allan daginn. Í leiknum voru átta herforingjar hvorum megin við vígvöllinn með sín lið og menn sér til aðstoðar. Þetta voru mikil átök og mikið mannfall,« segir Gísli sem stefnir að öðru svona stóru spilamóti í október. | 26

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar