Í faðmi fjölskyldunnar

Í faðmi fjölskyldunnar

Kaupa Í körfu

Ólafur Garðarsson hæstaréttarlögmaður fór í örlagaríkt viðtal í sjónvarpsfréttum 29. janúar síðastliðinn. Á meðal áhorfenda var Óskar Ragnarsson, innkirtlalæknir í Svíþjóð, sem veitti röddinni strax athygli. Það kom af stað afar óvenjulegri atburðarás sem leiddi til þess að Ólafur fór í aðgerð tæpum tveim mánuðum síðar, þar sem æxli við heiladingul var fjarlægt í gegnum nefið. Fjallað er ítarlega um málið í Sunnudagsmogganum og birtist þar áhrifaríkur myndaþáttur Golla sem fylgdist með aðgerðinni. Á myndinni sést Ólafur með eiginkonu sinni Laufeyju Johannessen og börnunum, Önnu og Jóhannesi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar