Sumarstemmning á Austurvelli

Sumarstemmning á Austurvelli

Kaupa Í körfu

Jú, víst tóku fölbleikir Frónbúar sólinni fagnandi sem skein svo glatt um allt land um hvítasunnuhelgina. Þetta unga fólk var meðal þeirra sem flatmöguðu í grængresinu á Austurvelli og nutu veðurblíðunnar en margir borgarbúar lögðu aftur á móti land undir fót og yfirgáfu borgina, eins og venjan er þessa fyrstu ferðahelgi sumarsins. Í gær mældist hiti mestur á Þingvöllum, rétt tæpar nítján gráður. Svipað hitastig mældist á Hæli í Skeiðaog Gnúpverjahreppi og á öðrum stöðum uppsveita Árnessýslu. Næstu daga verða norðlægar áttir ríkjandi og áfram heitast í uppsveitunum á suðvesturhorninu. Kaldast verður aftur á móti norðaustanlands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar