Jón Gnarr á tískusýningu

Jón Gnarr á tískusýningu

Kaupa Í körfu

Tískusýning til styrktar heimilislausum var haldin á Austurvelli í gær. Sýnd voru föt sem gefin hafa verið á fatamarkað Hjálpræðishersins og reyndu nokkrir þjóðþekktir einstaklingar fyrir sér á sýningarpallinum. Í tilefni dagsins var einnig haldinn risa-fatamarkaður í Herkastalanum. Hér má sjá mögulega næsta borgarstjóra Reykvíkinga, Jón Gnarr, og leikkonuna Eddu Björg Eyjólfsdóttur dilla sér á sýningarpallinum og leggja góðu málefni lið í leiðinni. Þeim til halds og trausts var ung og upprennandisýningarstúlka, Sóldögg Móna. Björgvin Franz var kynnir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar