Sápukúlur í Sæborg

Sápukúlur í Sæborg

Kaupa Í körfu

Samvinna í Vesturbænum Menn hafa oft farið langt á samvinnunni og þeim mun fyrr sem menn læra að vinna saman þeim mun betra. Það er augljóst að krakkarnir á leikskólanum Sæborg í Vesturbænum hafa tamið sér góða samvinnu. Stelpan heldur um staukinn og strákurinn, einbeittur á svip, blæs af öllum lífs og sálar kröftum og þannig myndast hinar föngulegustu sápukúlur. Sagan segir að samvinnan hafi skilað það góðum árangri að sápukúlurnar hafi sést svífa langleiðina upp í Breiðholt. (Ungur maður í leikskólanum Sæborg blæs sápukúlur)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar