Höskuldur Björnsson

Höskuldur Björnsson

Kaupa Í körfu

Höskuldur nefnir hrygningarslóðir steinbíts á Látragrunni sem áhugaverðan stað til að gera mælingar svo betur megi tímasetja veiðar. Til að nýta auðlindina umhverfis landið skiptir miklu að rannsaka vel og skilja hvernig fiskurinn í sjónum hagar sér. Ýmsum aðferð- um er beitt til að mæla og greina stofna og reyna að skilja betur lífsferli tegunda. Höskuldur Björnsson segir áhugaverða framþróun vera að eiga sér stað í merkingum fiska. Þannig eru merkin sem komið er fyrir á fiskinum að verða æ betri og jafnvel hægt að ímynda sér að áður en langt um líður megi setja mjög fullkomna mæla á smávaxnar tegundir uppsjávarfiska. Að sögn Höskuldar eru merkingar á fiskum ekki ný tækni. Á árunum 1924-1933 hafi t.d verið gerð mjög áhugaverð rannsókn á ferð- um fiska á hafsvæðinu umhverfis Grænland og Ísland. „Voru þá merktir um 7.500 fiskar við vesturströnd Grænlands og endurheimtust um 400 merki, helmingurinn við Ísland og hinn helmingurinn við Grænland.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar