Margrét Hjaltested og félagar í Laugarneskirkju

Margrét Hjaltested og félagar í Laugarneskirkju

Kaupa Í körfu

Margrét Hjaltested og félagar í Laugarneskirkju. F.v.: Guðríður Steinunn Sigurðardóttir, Margrét Hjaltested og Ingveldur Ýr Jónsdóttir. Mig hefur lengi langað til að skoða nánar og spila verk skrifuð fyrir þessa samsetningu, þ.e. víólu, mezzósópran og píanó, því þessar miðraddir hljóma svo fallega saman í sínum dökka og melankólíska tón. Þetta verður mjúk og falleg efnisskrá,“ segir Margrét Th. Hjaltested víóluleikari, sem kemur fram á há- degistónleikum í Laugarneskirkju á morgun, föstudag, kl. 12 ásamt Ingveldi Ýri Jónsdóttur mezzó- sópran og Guðríði St. Sigurðardóttur píanóleikara. „Það er ekki til mikið af verkum fyrir þessa samsetningu, en samt eflaust meira en maður heldur þegar farið er að grúska. Þessi verk eru ekki mikið leikin og sum verkanna á tónleikunum hafa aldrei hljómað hérlendis áður,“ segir Margrét, en á efnisskránni í dag eru m.a. Evening Song eftir Charles Gounod, Dansons la gigue eftir Charles Loeffler, Zwei Gesange op. 91 eftir Johannes Brahms og Dream with me eftir Leonard Bernstein úr söngleiknum Pétri Pan

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar