Kaspryba 1 fær loks andlitslyftingu

Kaspryba 1 fær loks andlitslyftingu

Kaupa Í körfu

Hið síðasta af hinum svokölluðu Kasprybaskipum sem Íslendingar keyptu fyrir nokkrum árum er nú komið í sölu. Síðustu daga hefur verið unnið að málningu og lagfæringum á skipinu í slippnum í Reykjavík með afhendingu skipsins í huga. Þórarinn S. Guðbergsson, skipamiðlari og einn af eigendum skipsins, gerir sér vonir um að gengið verði frá sölu þess á næstu vikum. Væntanlegir kaupendur eru erlendir aðilar, en Þórarinn vill ekki greina nánar frá því hverjir þeir eru. Né heldur vill hann upplýsa um söluverðið, en ætla má að það verði yfir fjórum milljónum evra eða sem yfir 600 milljónum króna. Þrjú sams konar skip voru byggð upp úr aldamótum og voru hluti af styrkjum Vestur-Þjóð- verja til Rússa eftir að Þýskaland sameinaðist. Þau átti að gera út á Kaspíahafi þar sem fyrirhugað var að veiða uppsjávarfisk, áþekkan loðnu. Veiðarnar gengu ekki upp og eitt skipið var aldrei notað. Upphaflega keyptu Þórarinn og félagar hans öll Kaspryba-skipin þrjú 2008. Eitt þeirra lá við bryggju á Kanaríeyjum og var selt í apríl 2012. Hin skipin tvö lágu um tíma í gömlu höfninni í Reykjavík og síðan í nokkur ár í Sundahöfn. Annað þeirra var selt norsku fyrirtæki í ágúst 2008 og fór héðan í júlí á síðasta ári. Síðasta skipið fer væntanlega á næstu vikum, en það var aldrei notað til fiskveiða og er aðeins keyrt 1.800 tíma á aðalvél.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar