Einbeitt kría í árásarhug á Seltjarnarnesi

Einbeitt kría í árásarhug á Seltjarnarnesi

Kaupa Í körfu

Í fyrra var hér meira kríuvarp en árin á undan og við þykjumst sjá að nú sé töluvert meira af kríu. Vonandi heldur þett áfram,“ sagði Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Nesklúbbsins á Seltjarnarnesi. Hann sagði að krían hefði komið upp fleiri ungum í fyrra en um nokkurt skeið og það hefði skilað sér. Varpið er augljóslega þéttara nú en það var orðið. „Við sýnum kríunni virðingu en það þarf ekki alltaf að vera gagnkvæmt,“ sagði Haukur. Kríur sem verpa nálægt bílastæðinu gera t.d. aðsúg að gestum og merkja bílana með driti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar