Nýr Hondu-gæi

Nýr Hondu-gæi

Kaupa Í körfu

Pilturinn hann Biggi hefur dundað sér í frístundum undanfarið við að setja saman gömlu Honduna hans pabba síns sem legið hefur í tætlum á trésmíðaverkstæði föðurins í yfir 30 ár. Hondurnar voru fluttar fyrst til Íslands árið 1963 og eftir það lét enginn unglingur með sjálfsvirðingu sjá sig á NSU eða Victoriu. Hondurnar þóttu vönduð og flott hjól á sínum tíma, með fjórgengisvél og svölu vélarhljóði. Hjólin urðu enda geysivinsæl meðal unglingspilta á sjöunda áratugnum, en undanfarna áratugi hafa skellinöðrur verið sjaldséðar á götum landsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar