Ólafur Ragnar í Húnaþingi

Ólafur Ragnar í Húnaþingi

Kaupa Í körfu

Forsetinn kvaddi Húnaþing eftir þriggja daga heimsókn Á SÍÐASTA degi opinberrar heimsóknar sinnar í Húnaþing fór forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt fylgdarliði víða um Austur-Húnavatnssýslu og ók m.a. um Svínadal, Langadal og Vatnsdal. Forsetinn heimsótti kennara og nemendur Húnavallaskóla, og skoðaði Reiðhöllina á Blönduósi, sem vígð var fyrir rúmum tveimur árum, en hún er miðstöð félagsstarfs hestamanna í héraðinu. Þá fór forseti heim að sauðfjárbúinu Akri þar sem Pálmi Jónsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, stundaði sauðfjárbúskap en nú stendur þar fyrir búi Jóhanna, dóttir Pálma, og maður hennar. Síðari hluta dagsins fór forsetinn m.a. í Þórdísarlund, skógarreit sem Húnvetningafélagið í Reykjavík hefur ræktað þar sem er að finna minnisvarða um fyrsta Húnvetninginn, Þórdísi, dóttur Ingimundar gamla, en hún er talin hafa fæðst þar árið 895. MYNDATEXTI. Pálmi Jónsson á Akri kynnir nýjungar í sauðfjárrækt fyrir Ólafi Ragnari og Dorrit Moussaief.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar