Samtökin 78

Samtökin 78

Kaupa Í körfu

Fjöldi fólks kom saman í Ráðhúsi Reykjavíkur á föstudag þegar borgarstjórinn, Þórólfur Árnason, bauð til gleðskapar af því tilefni að Samtökin '78, félag homma og lesbía á Íslandi, eru í ár 25 ára, og einnig - og ekki hvað síst - í tilefni af frumsýningu nýrrar heimildarmyndar um reynslu samkynhneigðra ungmenna í íslensku samfélagi. Myndatexti: Það var hýrt yfir Þórólfi Árnasyni borgarstjóra þegar hann ræddi við Felix Bergsson leikara og Þorvald Kristinsson, formann Samtakanna '78.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar