Útsýnisflug í samvinnu við Atlanta og Vífilfell.

Útsýnisflug í samvinnu við Atlanta og Vífilfell.

Kaupa Í körfu

Skýin viku fyrir risaþotu Atlanta á hálendi Íslands á sunnudag þegar Fyrsta flugs félagið og Flugmálafélag Íslands stóðu fyrir útsýnisflugi í samvinnu við Atlanta og Vífilfell. Tilefni flugsins var að hundrað ár eru liðin frá því Wright-bræður flugu í fyrsta sinn. Flogið var frá Keflavík og áleiðis til Akureyrar og yfir miðju hálendinu lyftust skýin sem þöktu suðvesturhornið, farþegunum til mikillar gleði. Leiðin lá til Akureyrar, þaðan yfir hálendið og austur að Vopnafirði áður en snúið var aftur til Keflavíkur. Rúmlega 200 farþegar voru með í för og fengu þeir að skoða flugstjórnarklefann að flugi loknu ásamt því að allir fengu heiðursskjal. Flugstjóri var Trausti Sigurðsson og var Arngrímur Jóhannsson með í för í flugstjórnarklefanum. Myndatexti: Margrét Finney Jónsdóttir, 5 ára, gaf sér tíma til að líta af útsýninu úr risaþotunni en móðir hennar Ólafía Margrét Gunnarsdóttir og hinir farþegarnir gátu ekki slitið sig frá gluggunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar