Skart

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skart

Kaupa Í körfu

NÝJASTA æðið hjá æsku landsins eru gúmmíarmbönd í skærum litum. Bæði kynin virðast hafa fallið fyrir neonhringjum þessum og eru aðdáendurnir frá þriggja ára til þrítugs. Kveður svo hart að þessu æði að í sumum skólum landsins hefur verið brugðið á það ráð að banna armböndin þar sem þau hafa komið af stað slagsmálum. Einnig hefur borið á metingi á milli krakka um hver eigi flest armböndin og sumir eru sagðir einskis svífast til að verða sér úti um gersemarnar. MYNDATEXTI: Þór Örn Flygenring, 10 ára, safnar svörtum gúmmíarmböndum, en Sigrún María Grétarsdóttir, 15 ára, velur armböndin fremur með tilliti til klæðaburðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar