Fulbright styrkþegar í Iðnó

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fulbright styrkþegar í Iðnó

Kaupa Í körfu

ÞRETTÁN nemendur hlutu námsstyrki Fulbright þann 2. júní síðastliðinn. Móttaka var haldin í Iðnó í Reykjavík og voru viðstaddir báðir heiðursformenn stjórnarinnar, þeir James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, og Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra. Lára Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fulbright á Íslandi, afhenti íslenskum styrkþegum viðurkenningarskjöl vegna frábærs árangurs. Þau sem hlutu námsstyrki í ár voru: Andri Steinþór Björnsson sem mun stunda framhaldsnám í sálfræði, Anna Lind Pétursdóttir sálfræði, Anna Sjöfn Sigurðardóttir kennslufræði, Brynjar Pétursson Young MBA-námi, Dagmar Kristín Hannesdóttir sálfræði, Evgenía Kristín Mikaelsdóttir líffræði, Guðrún Björnsdóttir líffræði, Helgi Ingólfur Ingólfsson tölvufræði, Herdís Helga Schopka jarðfræði, Kristján Guðmundsson verkfræði, Magnús Örn Úlfarsson verkfræði, Ragnar Tómas Árnason lögfræði og Skúli Þór Helgason stjórnmálafræði. Auk þeirra hlaut Arnfríður Guðmundsdóttir guðfræðingur fræðimannastyrk til þess að stunda rannsóknir við Emory University í Atlanta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar