Lea Linster og Hákon Már Örvarsson
Kaupa Í körfu
Þótt íslensk veitingahúsamenning hafi tekið heljarstökk á síðustu áratugum má velta fyrir sér hvort eitthvað sé til sem kalla mætti "íslenskt eldhús". Þegar ekið er um landið mætti að minnsta kosti stundum halda að íslensk matarmenning byggðist á sjoppufæði. Vissulega fjölgar þeim veitingahúsum stöðugt utan Reykjavíkur sem rekin eru af verulegum metnaði og þar sem áhersla er lögð á vönduð íslensk hráefni. Þau eru hins vegar enn sem komið er undantekningin en ekki reglan. Jafnvel þar sem veitingahúsin eru flest, það er á höfuðborgarsvæðinu, má velta því fyrir sér hvort eitthvert séríslenskt eldhús sé til. Hvernig skyldi þetta blasa við ferðamönnum sem hingað koma og vilja borða "íslenskan mat" meðan á dvölinni stendur, rétt eins og við viljum borða ítalskt á Ítalíu og franskt í Frakklandi? Á dögunum kom einn snjallasti kokkur Evrópu, Lea Linster frá Lúxemborg, hingað til lands og flutti erindi um hvernig hægt væri að þróa þessi mál. Linster rekur rómaðan veitingastað í Lúxemborg en þess má einnig geta að hún er fyrsta (og eina) konan sem sigrað hefur í keppninni Bocuse d'Or, sem haldin er annað hvert ár í Frakklandi. Linster þekkir ágætlega til hér á landi, hefur komið hingað nokkrum sinnum og að auki var Hákon Már Örvarsson, yfirmatreiðslur á Vox, hægri hönd hennar um skeið.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir