Linda Ásgeirsdóttir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Linda Ásgeirsdóttir

Kaupa Í körfu

Ég naut góðs af því að dvelja í sveit sem barn og varð ung kaupakona," segir Linda Ásgeirsdóttir leikkona, en hún hefur, ásamt Ægi J. Guðmundssyni, framleitt tíu þætti um 9-12 ára börn á landsbyggðinni. Þættirnir nefnast Krakkar á ferð og flugi og er annar hluti á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. Linda segir báða foreldra sína úr sveit og kveðst hafa eytt miklum tíma þar í bernsku, sem hafi verið mjög þroskandi fyrir sig. "Ég lærði ýmis inniverk, svo sem að baka, elda mat og þrífa. Einnig lærði ég að rýja og lét til mín taka í heyskap. Hins vegar var ég ekki mikið fyrir óhreinindi og forðaðist því fjósið. Mér finnst heillandi þegar kynslóðirnar eyða tíma sínum saman og börnin í þessum þáttum eru samvistum við mömmu, pabba, ömmu, afa og frænkur og frændur á hverjum degi. Fólk í nánasta umhverfi þeirra er á breiðum aldri og af öllum stærðum og gerðum, sem ég tel mjög gott fyrir börn. Ég finn það með sjálfa mig, að ég sæki mikið í þann grunn sem ég fékk í sveitinni hjá afa og ömmu. Það var mjög skemmtilegur tími og yndislegt að fá að upplifa náttúruna," segir hún.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar