Linda Ásgeirsdóttir
Kaupa Í körfu
Ég naut góðs af því að dvelja í sveit sem barn og varð ung kaupakona," segir Linda Ásgeirsdóttir leikkona, en hún hefur, ásamt Ægi J. Guðmundssyni, framleitt tíu þætti um 9-12 ára börn á landsbyggðinni. Þættirnir nefnast Krakkar á ferð og flugi og er annar hluti á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. Linda segir báða foreldra sína úr sveit og kveðst hafa eytt miklum tíma þar í bernsku, sem hafi verið mjög þroskandi fyrir sig. "Ég lærði ýmis inniverk, svo sem að baka, elda mat og þrífa. Einnig lærði ég að rýja og lét til mín taka í heyskap. Hins vegar var ég ekki mikið fyrir óhreinindi og forðaðist því fjósið. Mér finnst heillandi þegar kynslóðirnar eyða tíma sínum saman og börnin í þessum þáttum eru samvistum við mömmu, pabba, ömmu, afa og frænkur og frændur á hverjum degi. Fólk í nánasta umhverfi þeirra er á breiðum aldri og af öllum stærðum og gerðum, sem ég tel mjög gott fyrir börn. Ég finn það með sjálfa mig, að ég sæki mikið í þann grunn sem ég fékk í sveitinni hjá afa og ömmu. Það var mjög skemmtilegur tími og yndislegt að fá að upplifa náttúruna," segir hún.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir