G. Ágúst Pétursson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

G. Ágúst Pétursson

Kaupa Í körfu

SJÁLFSEIGNARSTOFNUN um frumkvöðlafræðslu á Íslandi var stofnuð formlega á fundi á Hótel Sögu í gær. Hlutverk hennar er að efla frumkvöðlafræðslu, en að sögn aðstandenda sjálfseignarstofnunarinnar getur slíkt nám til lengri tíma stuðlað að bættri samkeppnishæfni þjóða og til skemmri tíma haft jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn. Einnig er að þeirra mati hér um að ræða leið til að vinna gegn atgervisflótta, hvort sem litið er til einstakra byggðarlaga eða landsins í heild. Stofnunin mun verða staðsett á Nýheimum í Hornafirði. Að sjálfseignarstofnuninni standa meðal annarra Byggðastofnun, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Framleiðnisjóður Landbúnaðarins, Íslandsbanki hf., Atvinnuþróunarsjóður Austurlands og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, en þessir stofnaðilar undirrituðu með sér stofnsamning í lok fundarins. MYNDATEXTI: G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri undirbúningshóps sjálfseignarstofnunarinnar, útskýrði helstu hliðar verkefnisins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar