Flísalögn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Flísalögn

Kaupa Í körfu

Ingimunda Maren Guðmundsdóttir keypti 3 herbergja íbúð við Hraunstíg í Hafnarfirði fyrr á árinu. Eins og gengur voru ekki miklir peningar í spilinu og því þurfti að hafa hemil á framkvæmdagleðinni og stilla útgjöldum í hóf. Hún ákvað að reyna að gera eins mikið og hún gat upp á eigin spýtur og ekki kaupa vinnu nema í það allra nauðsynlegasta. Hún fékk fagmann til að slípa parkettið sem varð eins og nýtt, en sjálf dyttaði hún að ýmsu s.s. að lagfæra gerefti, mála íbúðina og fleira í þeim dúr. Sjálfstæðar konur Ingimunda fékk vinkonu sína, Bergdísi Eggertsdóttur og eiginmann hennar, Gretti, til að aðstoða sig við flutningana og þau tóku íbúðina út í leiðinni yfir rauðvínsglasi. Þeim bar öllum saman um að það þyrfti að taka til hendinni á ýmsum stöðum. Það sem stakk þau mest í augu var hálfur veggur milli stofu og eldhúss. Hann var málaður dökkblár og var með áföstu litlu borði. Þeim þótti vegurinn lýti á íbúðinni, en hann var mjög áberandi stofumegin. Það var því tekin sú ákvörðun á staðnum að flísaleggja vegginn - og það yrði gert á einu föstudagskvöldi. MYNDATEXTI: Veggurinn góði, flísalagður og flottur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar