Hið íslenska biblíufélag og JPV útgáfa semja

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hið íslenska biblíufélag og JPV útgáfa semja

Kaupa Í körfu

"Það hlýtur að teljast mikill heiður fyrir bókaútgáfu að gefa út sjálfa biblíuna sem gjarnan er nefnd bók bókanna," sagði Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri JPV útgáfu, er hann og Karl Sigurbjörnsson biskup skrifuðu í gær undir samning um að JPV útgáfa taki að sér útgáfu og dreifingu á nýrri íslenskri þýðingu biblíunnar. Þetta verður ellefta útgáfa biblíunnar á íslensku en hún var síðast gefin út 1981 en þá var ekki um nýja þýðingu að ræða á biblíunni í heild. Biblían hefur ekki verið gefin út í nýrri heildarþýðingu á íslensku síðan árið 1912. MYNDATEXTI:Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, skrifa undir útgáfusamning um nýju biblíuna. Að baki þeim standa fulltrúar ritnefndar og stjórnar Hins íslenska biblíufélags.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar