Lífeyrissjóðsfundur á Grand Hótel

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Lífeyrissjóðsfundur á Grand Hótel

Kaupa Í körfu

Aldraðir munu leggja meira til samfélagsins árið 2040 en þjónustu við þá kostar og vegna þess að þeir byggja afkomu sína á uppsöfnuðum sjóðum verða þeir óháðir hagsveiflum og auka þar af leiðandi stöðugleikann í hagkerfinu. Svona mæltist Ásmundi Stefánssyni ríkissáttasemjara í erindi sem hann hélt á morgunfundi Tryggingastofnunar ríkisins í gærmorgun. Titill erindisins var: "Aldraðir - yfirstétt framtíðarinnar". MYNDATEXTI: Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sagði ellilífeyrisþega verða eins konar yfirstétt framtíðarinnar. Við hlið hans eru Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR, og Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar