Hafnarfjarðarleikhúsið
Kaupa Í körfu
Forsvarsmenn Hafnarfjarðarleikhússins fengu lyklavöldin að nýju húsnæði sínu um síðustu helgi, en húsnæðið verður formlega afhent Hafnarfjarðarleikhúsinu í sumarlok. Nýja húsnæðið er í gömlu vélsmiðju Hafnarfjarðar, þar sem Byggðarsafn bæjarins var áður til húsa, við hliðina á Fjörukránni og Víkingahótelinu. Um þessar mundir standa yfir umtalsverðar breytingar á húsnæðinu, en stefnt er að því að Hafnarfjarðarleikhúsið geti flutt formlega inn í lok sumars og frumsýnt fyrstu sýningu sína, Úlfhamssögu í samvinnu við leikfélagið Annað svið, í nýju húsnæði mánaðamótin september/október. MYNDATEXTI: Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Hilmar Jónsson leikhússtjóri skoða tillögur Kára Eiríkssonar arkitekts, sem sér um hönnun hins nýja húsnæðis.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir