Hafnarfjarðarleikhúsið

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hafnarfjarðarleikhúsið

Kaupa Í körfu

Forsvarsmenn Hafnarfjarðarleikhússins fengu lyklavöldin að nýju húsnæði sínu um síðustu helgi, en húsnæðið verður formlega afhent Hafnarfjarðarleikhúsinu í sumarlok. Nýja húsnæðið er í gömlu vélsmiðju Hafnarfjarðar, þar sem Byggðarsafn bæjarins var áður til húsa, við hliðina á Fjörukránni og Víkingahótelinu. Um þessar mundir standa yfir umtalsverðar breytingar á húsnæðinu, en stefnt er að því að Hafnarfjarðarleikhúsið geti flutt formlega inn í lok sumars og frumsýnt fyrstu sýningu sína, Úlfhamssögu í samvinnu við leikfélagið Annað svið, í nýju húsnæði mánaðamótin september/október. MYNDATEXTI: Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Hilmar Jónsson leikhússtjóri skoða tillögur Kára Eiríkssonar arkitekts, sem sér um hönnun hins nýja húsnæðis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar