Útsölur í Kringlunni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Útsölur í Kringlunni

Kaupa Í körfu

Í 95 % tilvika var vel verðmerkt á útsölum Upprunalegt verð á að koma fram Þegar Samkeppnisstofnun lét nýlega kanna verðmerkingar á útsölum í 182 verslunum á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós að verðmerkingar voru í lagi í 95% tilvika. Að sögn Kristínar Færseth, deildarstjóra hjá Samkeppnisstofnun, á lögum samkvæmt upprunalegt verð vöru ávallt að koma fram ásamt útsöluverðinu. Kristín segir að í þeim 5% tilvika sem gerðar voru athugasemdir hafi vantað upprunalegt verð á vöruna, þ.e. einungis útsöluverðs var getið. Að sögn hennar eru niðurstöðurnar svipaðar og í fyrra en þá lét Samkeppnisstofnun einnig gera slíka könnun. MYNDATEXTI: Í þeim tilfellum sem gera þurfti athugasemdir vantaði upprunalegt verð á vöruna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar