Komdu nær - Leikrit

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Komdu nær - Leikrit

Kaupa Í körfu

Hin eðlilega hringrás ringulreiðarinnar Komdu nær, nýlegt breskt verðlaunaleikrit eftir Patrick Marber, verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Fjallar það um ástir, afbrýði og skilnað á okkar tímum. Sýningin er ekki fyrir börn og viðkvæma. ÞAU eru fjögur. Tveir karlar og tvær konur. Ósköp venjuleg. Ung. Lundúnabúar í leit að lífsfyllingu. Dan er misheppnað skáld sem endaði í Síberíu blaðamennskunnar, minningargreinum. Alice er umkomulaus fatafella sem veit hvað karlmenn vilja. Hún lítur aldrei til hliðar. Larry er læknir, með húðsjúkdóma sem sérgrein. Hann er líka sérfræðingur í að rannsaka fólk með grímur og finnur fjölina sína á því merkilega fyrirbæri Netinu. Anna er ljósmyndari. Prinsessa sem kyssir stundum froska en vill eigi að síður engin vandræði. Þau eru í senn fáguð og frumstæð og forlögin færa þau nær hvert öðru og fjær - á víxl. Þau fá ekki rönd við reist. "Holdið er svo heiftúðugt". MYNDATEXTI: Larry kemst í kynni við afar athyglisverða "konu" á því merkilega fyrirbæri Netinu. Þau kynni draga svo sannarlega dilk á eftir sér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar