Tómas Ingi Olrich

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Tómas Ingi Olrich

Kaupa Í körfu

Þróun orkumála í Evrópu Nær útilokað að Evrópuríkin geti staðið við Kyoto Á vegum vísinda- og tæknimálanefndar Evrópuráðsþingsins hefur Tómas Ingi Olrich alþingismaður stýrt gerð stefnumótandi skýrslu um þróun orkumála í Evrópu. Í samtali við Auðun Arnórsson segir hann Evrópuríkin stefna í að verða æ háðari olíu- og gasinnflutningi, sem sé uggvænleg þróun sem beri að reyna að sporna gegn með meiri áherzlu á vistvænni orkugjafa. HÆKKUN heimsmarkaðsverðs á olíu síðustu mánuði hefur bakað mönnum áhyggjur víða um lönd, ekki aðeins í Evrópu. Hefur framboðsstýring OPEC-ríkjanna á olíu valdið þessu, og minnt iðnríkin á hve háð þau enn eru olíuinnflutningi, þótt ástandið sé ekki nærri eins alvarlegt og í olíukreppum áttunda áratugarins. MYNDATEXTI: Tómas Ingi Olrich, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar