Dagur íslenska táknmálsins haldinn í Tjarnarbíó

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Dagur íslenska táknmálsins haldinn í Tjarnarbíó

Kaupa Í körfu

Degi íslenska táknmálsins var fagnað í þriðja sinn í gær. Í tilefni af því var haldinn döff menningarhátíð í Tjarnarbíói. Í tilkynningu um viðurðinn segir að döff fólk upplifi heiminn í listum og lífi á annan hátt en heyrandi. Þeir sem skilgreina sig sem döff tilheyra samfélagi heyrnarlausra og líta á táknmál sem sitt fyrsta mál. Á hátíðinni var til dæmis sungið frumsamið lag á íslensku táknmáli, frumsýnd stuttmynd sem lýsir upplifun barna af skólagöngunni og fluttur leikþáttur um lífið í döff heimi. Einnig var unnið að margs konar list eins og þeirri sem hér má sjá þar sem krakkarnir unnu að sköpun listaverks á menningarhátíðinni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar