Djasstónleikar í menningarhúsinu Mengi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Djasstónleikar í menningarhúsinu Mengi

Kaupa Í körfu

Það var í desemberbyrjun 1951 að fyrstu heimsstjörnur bandarísks djass léku á Íslandi. Básúnu- og víbrafónleikarinn Tyree Glenn, sjóaður úr stórsveitum Calloways og Ellingtons, og hinn 24ra ára altóisti Lee Konitz, sem var úr hópnum kringum píanistann Lennie Tristano og hafði blásið á einni sögufrægustu upptökusessjón djassins: „Birth of The Cool“ með Miles Davis. Þeir léku á tvennum tónleikum í Austurbæjarbíói með íslenskum djassleikurum og var Tyree maður kvöldsins – enda spilaði hann klass- ískt swing. Tónlist Konitz fór dálítið ofan garðs og neðan hjá áheyrendum sem sjaldan höfðu heyrt nútímadjass og einsog Konitz sagði við Svavar Gests: „Menn verða að þroskast í að hlusta á jazz, það er ekki allt í einu hægt að setjast nið- ur og gerast aðdáandi Tristanojazzins, menn verða að hafa heyrt það sem á undan er komið.“ Upptöku á „Perdido“ frá tónleikunum, má heyra á skífu Gunnars Ormslevs: Jazz í 30 ár. Þeir Konitz og Glenn hljóðrituðu tvö lög hvor í hljóðveri ásamt íslenskum djassleikurum. Upptökurnar eru enn til en hafa aldrei verið útgefnar. Konitz kom aftur árið 1953, er hljómsveit Stan Kentons millilenti hér. Engir urðu tónleikarnir en þeir félagar drukku kaffi á Hótel Borg og hlustuðu á KK-sextettinn. Þá var Konitz orðinn súperstjarna og yfirleitt næstur Charlie Parker á altinn í djasskosningum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar