Breiðablik - Þróttur fótbolti karla

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Breiðablik - Þróttur fótbolti karla

Kaupa Í körfu

Það var ekki búist við lognmollu þegar Breiðablik tók á móti Þrótti Reykjavík á Kópavogsvelli í 15. umferð Pepsideildar karla í gærkvöldi. Mikið var í húfi fyrir bæði lið en sitt á hvorum enda deildarinnar. Niðurstaðan varð að lokum öruggur 2:0 sigur Blika. Í úrslitunum felst að Blikar halda sér áfram í toppbaráttu deildarinnar, þeir eru í fjórða sæti með 26 stig, fimm stigum á eftir toppliði FH sem vann sinn leik gegn Fjölni í gær. Á hinum endanum er útlitið ansi svart fyrir Þróttara. Þeir hefðu sárlega þurft á stigum að halda enda verma þeir neðsta sæti deildarinnar með 8 stig og þurfa að brúa níu stiga bil til að bjarga sér frá falli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar