Listráð Langholtskirkju

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Listráð Langholtskirkju

Kaupa Í körfu

Síðasta Listaflétta vetrarins í Langholtskirkju Með suðrænum blæ Á ÞRIÐJU Listafléttu ársins, sem listráð Langholtskirkju gengst fyrir á laugardag, mun suðrænn blær svífa yfir vötnunum enda öll dagskráratriði tengd löndum Miðjarðarhafs./Formaður Listráðs Langholtskirkju er Einar S. Einarsson, fyrrverandi forstjóri, sem segja má að sé athafnaskáldið í hópnum, sem er að öðru leyti skipað fulltrúum mismunandi listgreina og sviða. Í því eru Björn Th. Árnason skólastjóri FÍH, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Hafliði Arngrímsson leiklistarfræðingur, Sr. Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur, Jón Stefánsson kórstjóri og organisti, Katrín Hall listdansstjóri, Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi, Ólöf Erla Bjarnadóttir keramikhönnuður, Ragnar Davíðsson verkefnisstjóri og Þorlákur Kristinsson (Tolli) listmálari. MYNDATEXTI: Listráð Langholtskirkju stendur að Listafléttunni í kirkjunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar