Linda Blöndal við brunnið heimili sitt

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Linda Blöndal við brunnið heimili sitt

Kaupa Í körfu

Ung kona bjargaðist naumlega úr eldsvoðanum á Laugaveginum. Linda Blöndal, sem bjó í risíbúð á Laugavegi 40a, bjargaðist naumlega úr eldsvoðanum með því að stökkva fram af svölum í tveggja metra hæð, fáklædd og berfætt. Minnstu munaði að hún lokaðist inni í brennandi húsinu, en henni tókst að finna sér útleið í tæka tíð. Svo virðist sem Linda sé ein til frásagnar um hegðun eldsvoðans í byrjun. Samkvæmt frásögn hennar virðist eldurinn hafa átt sér kröftugt upphaf í porti vestan við húsið. Myndatexti: Linda fyrir framan svalirnar sem hún stökk fram af til að bjarga sér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar