Ólafur Ingi Jónsson í Morkinskinnu
Kaupa Í körfu
ÞAÐ er erfitt að vera ekki bitur og óþolinmóður gagnvart þeim sem staðið hafa að rannsókn þessa máls. Oft hefur mér fundist að það sé vísvitandi verið að draga þetta mál á langinn til að valda engum óþægindum og að verið sé að fara alltof flóknar leiðir - leiðir sem eru bæði tímafrekar og afar dýrar - til að sanna það sem mér, sem fagmanni, finnst vera augljóst," segir Ólafur Ingi Jónsson, forvörður hjá Morkinskinnu, sem fyrir tæpum sex árum hratt málverkafölsunarmálinu svonefnda af stað er hann kærði þrjú verk eignuð Jóhannesi Kjarval, Þórarni B. Þorlákssyni og Júlíönu Sveinsdóttur til rannsóknarlögreglu ríkisins sem falsanir. Á annað hundrað verk hafa bæst í rannsóknina frá því sú kæra var lögð fram og hefur Ólafur Ingi séð um, fyrir hönd eigenda, að kæra mörg verkanna auk þess sem hann hefur unnið umfangsmikið sjálfboðastarf við að greina og meta verkin, auk fjöldra ókærðra verka. Myndatexti: "Mörg þessara verka eru mjög svo augljóslega fölsuð og sumar falsanirnar það illa unnar að svo ítarleg rannsókn virðist óþörf," segir Ólafur Ingi Jónsson, forvörður hjá Morkinskinnu, sem skoðað hefur hundruð verka í tengslum við fölsunarmálið
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir