Samingamenn Alcoa og íslensku aðilanna

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Samingamenn Alcoa og íslensku aðilanna

Kaupa Í körfu

Samningamenn Alcoa héldu af landi brott síðdegis í gær eftir að hafa lokið við gerð samninga við Landsvirkjun, ríkið og Fjarðabyggð. Þeir sem að samningunum komu, þ.e. Alcoa, Landsvirkjun, iðnaðarráðuneyti og bæjar- og hafnarstjórn Fjarðabyggðar, sendu frá sér sameiginlega fréttatilkynningu: "Samninganefndir Alcoa og Landsvirkjunar luku í dag við gerð raforkusamnings vegna fyrirhugaðs 322.000 tonna álvers Alcoa við Reyðarfjörð. Á sama tíma var lokið vinnu við samninga á milli Alcoa, ríkisins, Fjarðabyggðar og Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar. MYNDATEXTI: Samningamenn Alcoa og íslensku aðilanna skömmu áður en samningar lágu endanlega fyrir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar