Rauðakrosshúsið

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Rauðakrosshúsið

Kaupa Í körfu

Rauðakrosshúsið, neyðarathvarf fyrir börn og unglinga, er opið allan ársins hring. Þar verður jólasteik á borðum líkt og á hverju öðru heimili. Einnig verður einhver við Hjálparsímann yfir hátíðarnar eins og alla aðra daga. VIÐ Tjarnargötu 35 í Reykjavík stendur reisulegt hús, sem fyrst var heimili listamannsins Jóns Laxdal og síðar sjúkrahús. Undanfarin sautján ár hefur húsið gegnt hlutverki athvarfs fyrir börn og unglinga sem eiga í vanda og er rekið af Rauða krossinum. "Starfsemin er því í anda Rauða krossins, þar sem mannúð er höfð að leiðarljósi," segir Edda Hrafnhildur Björnsdóttir, forstöðumaður hússins. Í húsinu starfa auk hennar unglingafulltrúar í fjórum og hálfri stöðu og 20 sjálfboðaliðar sem skiptast á að koma síðdegis í húsið og sinna tilfallandi verkefnum. MYNDATEXTI. Edda Hrafnhildur Björnsdóttir forstöðumaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar