Tíðarandinn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Tíðarandinn

Kaupa Í körfu

Tvenns konar breytingum hefur bíórýnir mestar áhyggjur af. Annars vegar tilraunum til að auka hasarinn á kostnað lógíkurinnar. Þessi hneigð kemur skýrast og bagalegast fram þegar Fróði stendur skyndilega augliti til auglitis við hringvom með hringinn dinglandi framan á sér. Þetta gerðist aldrei í bókinni. Af hverju ekki? Af því að það var mikilvægt að Sauron hefði ekki grænan grun um hvar hringurinn væri. Undir engum kringumstæðum mátti renna upp fyrir honum að hann væri á leiðinni til Mordor enda hefði hann ellegar aldrei komist þangað. Sauron var nefnilega ekkert lamb að leika sér við. Bíórýnir er núna orðinn dauðhræddur um frekari breytingar á þessu grundvallaratriði í þriðju myndinni. Í bókinni sá Fróði aldrei hringvom nema úr fjarska fyrr en hann var kominn inn í sjálfa Dómsdyngjuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar