Biðskýli við Réttarholtsskóla stórskemmd

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Biðskýli við Réttarholtsskóla stórskemmd

Kaupa Í körfu

Tvö biðskýli við Réttarholtsskóla voru stórskemmd um helgina og er annað skýlið gjörónýtt. Að sögn lögreglu, sem fékk tilkynningu um skemmdirnar á laugardag, er talið að heimatilbúin rörasprengja hafi valdið óskundanum. Var krafturinn í sprengjunni það mikill að íbúðir í nærliggjandi húsum nötruðu. Gler voru brotin í öðru skýlinu en skýlið handan götunnar fékk verri útreið og flettist þakið af því við sprenginguna auk þess sem allar rúður brotnuðu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar